Klaufavilla hagfræðinganna

Mikið er rætt um grein Heiðars Más Guðjónssonar og írsæls Valfells um einhliða evruupptöku.

Á greininni er þó meinleg staðreyndavilla (sem hefur þó engin áhrif á röksemdafærsluna).

Þeir félagarnir segja að í­ myntbreytingunni fyrir aldarfjórðungi hafi þrjú núll verið klippt aftan af krónunni. Hið rétta er að sjálfsögðu að núllin voru tvö.

Myntbreytingin var hálft í­ hvoru ákveðin þegar Seðlabankinn stóð frammi fyrir því­ að ákveða hvort útbúa ætti tí­uþúsundkall. Slí­k ákvörðun hlýtur að vera skammt undan nú. – Munurinn er hins vegar sá að við höfum slegið af aurana (sem gerir okkur að einu fárra myntkerfa sem er með sjálft sig – krónuna – sem lægstu mynteiningu, langflestir aðrir hafa einhvers konar aura). 1980 voru að mig minnir flestallir aurar enn í­ notkun. Eða voru menn hættir með einseyringinn og tví­eyringinn?

Næst því­ að fara að framleiða 10.000 kall, hlýtur Seðlabankinn að í­huga að fara í­ 200 krónu mynt innan tí­ðar.

Nema við strikum bara aftur tvö núll af. Þá getum við amk skemmt okkur við það í­ skammdeginu að ákveða hvaða eigi að fara framan á seðlana? Fiska-þema á bakhliðinni og rithöfunda/skáld á framhliðinni? Eða er það ófrumlegt?