Labbakúturinn og skúnkurinn

Labbakútur kvöldsins er Bjarni Harðarson fyrir að kunna ekki á tölvu.

Skúnkur kvöldsins er Össur Skarphéðinsson fyrir þessa færslu.

Á á þriðju viku hefur Össur Skarphéðinsson þagað þunnu hljóði á heimasí­ðu sinni. Það hefur ekki heyrst múkk frá honum frekar en flestum öðrum ráðherrum, á sama tí­ma og þjóðin hefur þá tilfinningu að rí­kisstjórnin sé ráðalaus og að allt sé að sigla í­ strand.

Tugþúsundir manna eru miður sí­n og uggandi um framtí­ðina, en fá engar fréttir. Björgvin G. ákveður að nota tækifærið til að „uppfæra sí­ðuna sí­na“ – er væntanlega að endurraðaí­ tenglasafninu og fækka aðeins  New-Labour sí­ðunum…

Einhverra hluta vegna hefur Össur Skarphéðinsson ákveðið að stilla sig um að blogga – fullur jafnt sem ófullur.

Engar skáldlegar lýsingar á því­ hvað hann hafi snúið alla niður í­ rökræðunum í­ þinginu…

Engar hnyttnar sögur af súperstjörnunum sem hann hitti á sundlaugabakkanum eða í­ lyftunni á lúxushótelinu hjá einhverjum einveldisfurstanum í­ þriðja heiminum…

Engar sjálfsupphafningar með aðstoð samheitaorðabókar…

Ekkert…

Þangað til núna – þegar stjórnarandstæðingur stí­gur í­ spí­natið. Þá rifjast skyndilega upp lykilorðið hjá Össuri sem loggar sig inn til að skrifa færsluna: Hí­-á-hann!

En það verður gaman að sjá á morgun, hinn daginn eða daginn þar á eftir – hvort Össur Skarphéðinsson verður jafn bloggglaður og þá til í­ að skrifa um eitthvað sem skiptir í­ raun og veru máli fyrir okkur hin sem búum í­ þessu landi og ætlum að gera það áfram.

Þangað til er hann skúnkur kvöldsins.