Ég var endurkjörinn formaður SHA um helgina. Nýja miðnefndin lítur bara vel út.
Á landsráðstefnunni var lítið málþing þar sem Halla Gunnarsdóttir og Magnús Sveinn Helgason fjölluðu um Varnarmálastofnun annars vegar en afleiðingar sigurs Obama hins vegar. Það var mjög fróðlegt.
# # # # # # # # # # # # #
Mótmælin á Austurvelli voru tilkomumikil. Löggan talaði um tæp sexþúsund manns. Sjálfur myndi ég ekki giska á eitthvað nær tíuþúsund, amk ekki minna en áttaþúsund. Það byggi ég meðal annars á því hversu langt ég þurfti að fara til að finna bílastæði. Fyrsta löglega stæðið sem ég fann var á miðri ísvallagötunni. Meira að segja í jólatraffíkinni á Þorláksmessu fær maður stæði nær.
Annars þyrfti góður maður að taka að sér að búa til gagnagrunn yfir fjöldafundi og opinberar tölur. Það væri áhugaverð lesning.
# # # # # # # # # # # # # #
Úrslit helgarinnar voru ánægjuleg. Sigur á Dagenham & Redbridge á heimavelli. Reynar bara annar heimasigurinn á tímabilinu.
Erum komnir upp í mínus ellefu stig – tuttugu stigum á eftir Grimsby, en reyndar bara átta stigum á eftir Bournemouth sem byrjaði líka með stigafrádrátt. Djöfull ætlar þetta að vera löng ganga.
Næsti leikur er seinni viðureignin gegn Altrincham í bikarnum næsta þriðjudag. Nicolls er óðum að verða leikfær og kannski fær Drew Talbot sénsinn í nokkrar mínútur eftir enn ein meiðslin.