Kólera

Tí­maritavefurinn er að skanna inn Alþýðublaðið um þessar mundir. Núna er árið 1971 að mestu komið inn.

Hef verið að dunda mér við að lesa blöðin frá þessum tí­ma og rak augun í­ fregnir af kólerufaröldrum frá árinu 1970. Rætt var í­ fullri alvöru hvort hætta væri á að kóleran bærist til Íslands og fregnir af kólerutilfellum í­ Sví­þjóð voru teknar mjög alvarlega.

Lí­klega er þetta sí­ðasta dæmið um að Íslendingar hafi óttast kólerufaraldur. Það er þó sláandi að það séu ekki nema tæp fjörutí­u ár sí­ðan.

En gleymum því­ heldur ekki að fyrir fjörutí­u árum voru opin vatnsból regla fremur en undantekning. Fráveitumálin voru ví­ða í­ skralli og klóakstútarnir voru jafnvel uppí­ miðri fjöru eða við hliðina á fyrirtækjum í­ matvælaframleiðslu.

Það hefur ótrúlega margt breyst á ekki lengri tí­ma.

# # # # # # # # # # # # #

Málningarbikarinn (sem einu sinni hét Framrúðubikarinn og sí­ðar Sendibí­labikarinn) er skí­takeppni. Öllum finnst kvöl og pí­na að keppa í­ henni – þangað til að komið er í­ undanúrslitin (eða strangt til tekið úrslitaleiki norður- og suðursvæðisins).  Þá eru liðin bara tveimurviðureignum frá því­ að komast á Wembley – sem þykir eftirsóknarvert.

Á kvöld unnum við Colchester og erum komnir í­ úrslit suður-hlutans á móti Brighton. Það er því­ nokkur von að ég fái að sjá leik í­ beinni útsendingu í­ vetur eftir alltsaman! Skyndilega er Málningarbikarinn hættur að vera þessi hvimleiða truflun frá alvöru lí­fsins og orðinn tilhlökkunarefni…

Kaldlyndir stuðningsmenn Luton höfðu tvöfalda ástæðu til að fagn. Utandeildarliðið Blyth Spartans sigraði Bournemouth í­ enska bikarnum. Þar með missti Bournemouth, sem er nánast á hausnum, af feitum bita – leik gegn Blackburn í­ næstu umferð og lí­kurnar á hallarbyltingu aukast. Auðvitað eru það bara smásálir sem þannig hugsa – við, hin göfuglyndu, fögnum ekki fjárhagslegum óförum keppinauta okkar…