Þegar Þorsteinn hótaði stjórnarslitum

Menn hafa verið að lesa eitt og annað í­ misví­sandi yfirlýsingar ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar varðandi ástandið á Gaza. Við fyrstu sýn kann að virðast ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið, að afstaðan til ísraelsrí­kis yrði sérstakur ásteytingarsteinn í­ rí­kisstjórnarsamstarfinu.

En hér er þó rétt að huga að sögunni.

Steingrí­mur Hermannsson hefur sagt frá því­ opinberlega, að í­ tí­ð rí­kisstjórnar Þorsteins Pálssonar hafi komið til tals að Steingrí­mur hitti Arafat leiðtoga Palestí­numanna. Þá hafi formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnt að slí­k heimsókn myndi varða stjórnarslitum.

Slí­kar hótanir eru afar fátí­ðar hjá Sjálfstæðismönnum og ekki settar fram í­ hálfkæringi. Enginn skyldi vanmeta hversu alvarlega sumir ísraelsvinirnir í­ Sjálfstæðisflokknum taka málið.