Ég hef nokkrum sinnum setið í laganefndum félaga. Stundum til að endurskoða lög frá grunni, stundum til að standa í smálagfæringum eða til að segja álit á breytingartillögum. Mín þumalputtaregla í því starfi hefur alltaf verið sú að lög eigi að vera skýr og taka á almennum álitamálum, en ekki vera klæðskerasaumuð að ríkjandi aðstæðum.
Á tengslum við svona vinnu hef ég lesið lög margra félagasamtaka. Sum eru einföld (jafnvel of einföld), önnur eru flókin.
Ég hef hins vegar aldrei séð annað eins og lög VR, sem núna er deilt um. Klausan um stjórnarkjör (20.grein) er gjörsamlega galin og bera það augljóslega með sér að vera ætlað að tryggja ríkjandi ástand – eða getur nokkur maður ímyndað sér að svona reglur væru samdar ef verið væri að stofna nýtt félag frá grunni?