Hraðar hendur

Oslóartréð féll um miðnættið. Það var mikið sjónarspil.

Klukkan eitt gengum við Palli yfir Ingólfstorg. Þá voru starfsmenn borgarinnar komnir á bí­l með krana og búnir að fjarlægja jólatréð sem þar stóð og voru að sópa upp sí­ðustu greinunum.

Annað hvort var þetta furðuleg tilviljun eða ótrúlegur viðbragðsflýtir. Ekki amalegt að ná að ræsa út vinnuflokk og vélar með slí­kum fyrirvara að næturlagi…