Ríkisstjórnin mælist með 20% stuðning samkvæmt Fréttablaðinu í dag.
Verra gæti það verið. George W. Bush tókst tvívegis á sínum forsetaferli að komast niður í 19%. Þar með sló hann fyrra met Nixons sem mældist lægst með 24% stuðning.
Bush hefur því ennþá vinninginn á ríkisstjórn Íslands þegar kemur að sögulegum óvinsældum. Þannig að ástandið er kannski ekkert svo slæmt eftir allt saman?