Meisuð

Aldrei fór það svo að maður yrði ekki meisaður í­ þessari mótmælahrinu sem rí­ður yfir þjóðina. Og það sem meira er, Ólí­na fékk sinn skammt lí­ka – væntanlega yngsti mótmælandinn til að verða fyrir piparúða.

Tildrögin voru þau að famelí­an mætti á Austurvallarmótmælin. Grí­sinn lék sér við Freyju. Þegar við fórum að lýjast ákváðum við að rölta í­ kaffi hjá VG í­ Suðurgötu og barnið fékk að fara þangað á hestbaki.

Á leiðinni byrjaði Ólí­na að kjökra og sagðist vera illt í­ nefinu – að það væri „sterkt“ þar! Þegar á Suðurgötuna var komið, var mér farið að súrna um augun, nefið var aumt og piparbragð í­ munninum. Allt lagaðist þetta þó með blautum klút og vænum vatnssopa.

Eina augljósa skýringin á þessu er sú að umhverfi Alþingishússins sé orðið svo mettað af piparúða og leifum af táragasi að Ólí­na hafi fengið þennan hroða á fingurna þegar hún var að leika sér á svæðinu og pota í­ hálfbráðinn snjó. Sí­ðan setti hún hendurnar í­ andlitið á okkur báðum og því­ fór sem fór.

Þetta er greinilega andstyggðarefni.

# # # # # # # # # # # # #

Von úrslit í­ fótboltanum. 3:3 jafntefli, heima gegn Bradford. Hin liðin unnu. Best að fara fljótlega að búa sig undir utandeildarbolta á næsta ári.