Rafheimar eru fræðslusetur í eðlisfræði ætlað grunnskólanemum. Orkuveitan býður upp á þessa þjónustu sem stuðning við raungreinakennslu í landinu. Megináherslan er á skóla á veitusvæði fyrirtækisins, en við höfum þó tekið við skólum annars staðar af landinu endurgjaldslaust.
Nokkrir skólar utan veitusvæðisins hafa nýtt sér þetta boð og komið – sumir á hverju einasta ári frá því að Rafheimar voru teknir í notkun.
Einn þessara skóla hefur nú afbókað heimsóknina. ístæðan er sú að það er enginn peningur til í rútuferðir. Skólinn getur því ekki ekki nýtt sér boð um ókeypis námstengdar vettvangsferðir. Það er ferlega fúlt.
Þetta er í fyrsta sinn frá því að ég hóf störf hjá OR að skóli afbókar á þessum forsendum. Svona er hins vegar staðan hjá ansi mörgum grunnskólum í landinu – krakkarnir komast ekki útúr skólastofunni því ferðapeningurinn var fyrstur undir niðurskurðarhnífinn.