DV-vefurinn flytur frétt af því að Agli Helgasyni hafi verið boðið „öruggt þingsæti“ fyrir Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. Um það má lesa hér.
Eitthvað er skilningur blaðamannsins frábrugðinn mínum skilningi á hugtakinu „öruggt sæti“ – því samkvæmt þessu átti Egill að sitja í efsta sæti í Rvík-suður. Þar er Framsóknarflokkurinn ekki með mann inni. Hvernig getur það þá talist öruggt sæti?
Reyndar kemur síðar í fréttinni fram að málskilningur blaðamannsins sérstakur, þar sem hann klykkir út með að málið sé „ekki til lykta leitt“ – en að niðurstaðan sé þó fengin…