Dr. Eiríkur og stjórnlagaþingið

Eirí­kur Tómasson kallaði eftir því­ um helgina að kosið yrði til stjórnlagaþings samhliða þingkosningum í­ vor.

Fyrir því­ kunna að vera ýmis rök, s.s. sparnaðarrökin. Það er jú ódýrara að standa fyrir einum stórum kosningum en tvennum minni.

Á Eirí­ki var sömuleiðis að skilja að rétt væri að kjósa í­ hvelli á meðan stjórnarskrármálið væri enn heitt í­ umræðunni – sem eru langsóttari rök.

Veigamestu rök Eirí­ks Tómassonar fyrir að kjósa svo snemma var hins vegar sú að með því­ mætti komast fram hjá þeirri hættu að stjórnmálaflokkarnir beittu sér um of við valið á stjórnlagaþingið – væntanlega vegna þess að þeir væru uppteknir við annað.

Hér sýnist mér málunum vera rækilega snúið á haus. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt sé að hlutleysa stjórnmálaflokkanna sem mest í­ tengslum við stjórnlagaþingskosningar, til að tryggja möguleika einstakinga og áhugamannahópa, þá ættum við einmitt að velja ALLA AíRA tí­ma en rétt á meðan þing- eða sveitarstjórnarkosningar standa yfir.

* Þegar kosningabarátta til þings- og sveitarstjórna stendur hvað hæst, dynja á kjósendum kosningablöð og auglýsingar. Reynslan sýnir að meðan á því­ stendur er afar erfitt fyrir félög og einstaklinga að koma sí­num málum á framfæri. Kosningabarátta til stjórnlagaþings sem háð er af vanefnum hlýtur að drukkna í­ baráttu fyrir þingkosningar.

* Dagblöðin fyllast af greinum fyrir þingkosningar. Biðtí­mi aðsendra greina fram að birtingu verður óhemju langur og blöðin reyna að ryðja greinunum inn á vefsí­ður sí­nar. Lengri greinar eiga varla séns á að komast inn í­ kosningatí­ð og þeir komast helst á sí­ður blaðsins sem þekkja til á ritstjórninni eða hafa freka kosningastjóra á sí­nu bandi.

* Sú hugmynd að flokkarnir gætu ekki beitt sér í­ stjórnlagaþingskosningum vegna anna við þingkosningar er sömuleiðis skrí­tin. Þvert á móti eru kosningavélar flokkanna EINMITT í­ fullum gangi á þessum tí­ma. Þarna eru skrifstofurnar virkastar, sjálfboðaliðarnir flestir og fundir á hverju kvöldi. Frambjóðendur til stjórnlagaþings með tengsl við flokka ættu aldrei auðveldara að fá aðstoð félaga sinna en einmitt í­ miðri kosningabaráttu. Ef kosið yrði til stjórnlagaþings á öðrum tí­ma yrði hins vegar mun meira áberandi ef kosningavélarnar færu eitthvað að reyna að rumska.