Forsætisráðherraefni

Krafa Jóns Baldvins um að Ingbjörg Sólrún hætti sem formaður Samfylkingarinnar og Jóhanna Sigurðardóttir (eða hann sjálfur) taki við, hefur valdið miklum æsingi.

Að sumu leyti tókst Jóni að hitta á snöggann blett, því­ Jóhanna er feykivinsæll forsætisráðherra.

En ég skil ekki vandamálið. Samfylkingin hefur sjálf lýst því­ yfir að það að vera formaður og forsætisráðherraefni er sitthvor hluturinn og þarf alls ekki að fylgjast að.

Ingibjörg Sólrún var forsætisráðherraefni þótt Össur væri formaður. Hvað er því­ til fyrirstöðu að Jóhanna verði forsætisráðherraefni með Ingibjörgu í­ formannssætinu?

Annars nenni ég ekki að hafa miklar skoðanir á þessu. Hugur minn er bundinn við stórleik Luton og Brighton á morgun – í­ beinni á Sky…