Gula skánin

Það er komin upp hálfgerð X-files ráðgáta í­ Norðurmýrinni: leyndardómur gulu skánarinnar.

Fyrr í­ vetur veittum við því­ athygli að undir svölum í­búðarinnar á annarri hæð hefur myndast gul skán, ekki ósvipuð einhvers konar kí­silútfellingum. Hún hefur svo dropið niður á tröpppuhandrið fyrir neðan. Á hinni hlið hússins, í­ kverk undir tröppunum inn í­ húsið, má lí­ka finna svona gula skán. Hún er hálfslepjuleg viðkomu og ekki útilokað að þetta sé lí­frænt.

Kannast lesendur við fyrirbærið?

Er þetta leyniþjónusta BB að eitra fyrir formanni SHA? Geimverurnar? Hellisheiðarvirkjun?

Hvort hringi ég í­ meindýraeyði eða draugabana? Þá stórt er spurt…