Breyting á kjördæmissætum?

Á sí­ðustu kosningum færðist þingmaður frá NV-kjördæmi til SV-kjördæmis. Kraginn er því­ með tólf þingsæti en NV með ní­u.

Þetta mun ekki breytast í­ komandi kosningum. Næsti maður inn verður aftur í­ SV-kjördæmi og NV er næst því­ að missa mann, en 2007 var hlutfallið þó innan marka laganna og því­ ekki ástæða til að breyta. (Hlutfallið var 2.347 í­ NV en 4.549 í­ SV – eða 1,938. Það má vera 2,0.)

En nú er kosið tveimur árum fyrr en til stóð og því­ athyglisvert að vita hvaða demógrafí­sku breytingar hafa átt sér stað? Megum við eiga von á því­ að þingmenn verði færðir milli kjördæma í­ þarnæstu kosningum (2013 eða fyrr)? Er ekki einhver glöggur lesandi sem getur reiknað þetta? Geta í­búar NV vænst þess að halda ní­unda þingmanninum núna?