Furðulegur frambjóðandi

Óvæntasta og sérkennilegasta framboð þessarar prófkjarahrinu hefur komið fram. írni Björn Guðjónsson, tæplega sjötugur myndlistarmaður vill á framboðslista VG í­ Reykjaví­k.

Þetta framboð hlýtur að teljast í­ meira lagi óvænt, í­ ljósi þess að írni Björn hefur til þessa staðið fyrir viðhorf sem stangast í­ grundvallaratriðum á við stefnu Vinstri grænna.

Frambjóðandi þessi var nefnilega annar tveggja helstu leiðtoga Kristilega lýðræðisflokksins sem bauð fram árin 1995 og 1999. Sitthvað var við stefnu þess framboðs að athuga.

Flokkurinn lagði ekki fram eiginlega stefnuskrá, enda sagði hann að Biblí­an væri í­ raun stefnuskrá flokksins. Nokkur áherslumál voru kynnt í­ einstökum málaflokkum, svo sem ódýrt rafmagn til landbúnaðarins og annað slí­kt.

Fyrst og fremst komst flokkurinn þó í­ fréttir fyrir afstöðu sí­na í­ fjórum málum:

* Flokkurinn var á móti fóstureyðingum og birti m.a. í­ kosningabaráttu sinni ljótar myndir af fóstrum sem fjarlægð höfðu verið.

* Flokkurinn var á móti samkynhneigð og vildi setja lög sem bönnuðu staðfesta samvist eða hjúskap „kynvillinga“.

* Flokkurinn vildi kenna kristinfræði og biblí­usögur í­ öllum bekkjum grunnskólans – þar sem meðal annars yrði varað sérstaklega við kynvillu.

* Flokkurinn vildi banna kynskiptiaðgerðir með lögum – því­ þær gerðu fólk örkumlað.

Hafi írni Björn Guðjónsson ekki áttað sig á því­ – þá eru öll þessi atriði í­ hróplegri andstöðu við stefnu Vinstri grænna. Nú kann vel að vera að hann hafi skipt um skoðun í­ öllum þessum málum. Þá hvet ég hann til að gera grein fyrir því­ opinberlega, annars getur hann trauðla vænst þess að fá brautargengi í­ forvalinu í­ næsta mánuði.