Jón gleymdi

Á sjónvarpsfréttunum var sagt frá því­ að Sigmundur Daví­ð Gunnlaugsson ætlaði að bjóða sig fram í­ Reykjaví­k í­ komandi kosningum. Tekið var fram að þar með yrði hann fyrsti formaðurinn í­ sögu Framsóknar sem hæfi pólití­skan feril sinn á mölinni.

Aumingja Jón Sigurðsson! Nú var hann vissulega enginn skörungur í­ embætti – en það það er þó visst afrek að gleymast á svo skömmum tí­ma.

Jón hóf jú pólití­ska ferilinn sem frambjóðandi í­ Reykjaví­kurkjördæmi norður fyrir tæpum tveimur árum…