Þegar kemur að prófkjörum er stundum talað um lyfseðla, þegar frambjóðendur eða kosningasmalar þeirra láta kjósendur fá lista yfir hvernig eigi að stilla upp listunum. Yfirleitt reyna menn nú að fara laumulega með svona, þar sem lyfseðlar þykja nú ekki par fínir í kosningum.
Mér var þó bent á óvenju hreinskilna auglýsingu á vegum stuðningsmanna Þórlindar Kjartanssonar sem skoða má á Facebook. Þar segir:
Á tilefni af því að prófkjör eru á næstunni mun Pawel Bartoszek halda erindi um kosningakerfi sem notað er hjá Sjálfstæðisflokknum.
Hvernig getur þú komið þínum vilja til skila?
Getur kjörseðill þinn skaðað þá sem þú vilt styðja?
Pawel mun útskýra þetta allt fyrir okkur.
Hér er sem sagt boðið upp á námskeið í lyfseðlagerð. Ekki viljum við að kjósendur Þórlindar álpist til að kjósa ranga menn… Hvort er þetta aðdáunarverð hreinskilni eða dásamlega óforskammað?