Dürrenmatt

Borgarleikhúsið er að setja upp leikritið um Milljarðamærina og verkið fær fí­na dóma.

Einhvern veginn finnst mér eins og ég þurfi að fara á þessa sýningu. ístæðan er sú að Dí¼rrenmatt er eini höfundurinn sem ég hef lesið tvær bækur á þýsku.

Þetta verk, Der Besuch der alten Dame var hluti af námsefninu í­ MR. Um svipað leyti barði ég mig í­ gegnum Der Verdacht eða Gruninn. Sú bók var fí­n.

Ég man ekki hvort ég hef lesið Dómarann og böðul hans, sem komið hefur út á í­slensku – en það er eins og mig minni það. Þrjár bækur eftir svissneskan rithöfund – það er ekki amalegt!

Reyndar held ég að Dí¼rrenmatt sé annar tveggja svissneskra rithöfunda sem ég hef lesið. Það er nú ekkert til að stæra sig af.