Forvalið

Forval VG í­ Reykjaví­k fór fram í­ gær. Fjölskyldan á Mángötunni getur vel við unað. Steinunn setti stefnuna á fjórða sætið í­ öðru kjördæminu (eins og sí­ðast) og fékk það fimmta. Þegar framboðsfresturinn rann út kom í­ ljós að hópurinn var öflugari en fyrir tveimur árum, svo ljóst mátti vera að fimmta sætið yrði góður árangur.

Reyndar munaði ekki nema sautján atkvæðum að Steinunn hefði náð fjórða sætinu, en það hefði þá verið á kostnað okkar ágæta nágranna Auðar Lilju og það hefðum við nú sí­ður viljað… Takist flokknum að ná þremur mönnum inn í­ hvoru Reykjaví­kurkjördæmi má lí­ta svo á að Steinunn og Auður hafi „hækkað í­ tign“ – þær yrðu þá varamenn fyrir þrjá þingmenn en ekki tvo og innkomunum myndi því­ væntanlega fjölga í­ samræmi við það.

Ef rýnt er í­ úrslit forvalsins kemur reyndar margt fróðlegt í­ ljós. Fyrsta atriðið er raunar hversu fyrirsjáanleg niðurstaðan var í­ raun. Sjálfur lék ég mér að því­ að spá fyrir um röð tí­u efstu manna og var með öll tí­u nöfnin rétt. Sumum sætunum náði ég upp á hár, en í­ öðrum tilvikum skeikaði einu sæti til eða frá – nema ég verð að viðurkenna að ég hallaðist frekar að því­ að Lilja Mósesdóttir yrði í­ fimmta frekar en fjórða sæti, en hún varð þriðja.

Lilja Mósesdóttir er raunar sigurvegari laugardagsins. Kata og Svandí­s voru alltaf að fara að taka toppsætin tvö – og tölfræðin leiðir í­ ljós að liðlega 90% kjósenda var með hvora þeirra á kjörseðlinum sí­num. Lilja fær litlu lægra hlutfall. Það sýnir að árangur hennar tengist ekki smölun eða nýskráningum – hún höfðaði einfaldlega sterkt jafnt til gamalla og nýrra flokksfélaga, þrátt fyrir að hafa ekki látið til sí­n taka áður á vettvangi VG.

írni Þór sóttist eftir öðru sæti og náði öðru sæti. Hann getur því­ varla annað en verið sáttur. írni hefur ekki tapað á að vera sterkasti karlinn í­ kvennahópnum. Það er raunar sjálfstætt rannsóknarefni – munurinn á körlum og konum í­ VG-forvölum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir tveimur árum buðu 10 konur og 20 karlar sig fram í­ sameiginlegu kjör fyrir höb.svæðið. Þá höfnuðu allar konurnar tí­u í­ fjórtán efstu sætunum. Núna voru konurnar ní­u en karlarnir 23, en þessar ní­u konur voru allar á topp þrettán.

Það er augljóslega mikill munur á sjálfsmati karla og kvenna. Konurnar bjóða sig ekki fram nema þær eigi fullt erindi. Karlarnir hrúgast inn af mismiklum efnum og draga væntanlega hver annan niður í­ leiðinni.

Fyrir neðan topp-tí­u listann var lí­ka fátt sem kom á óvart. Fyrir utan 1-2 nöfn var hver einasti maður svona 2-3 sætum frá því­ sem maður hefði giskað á í­ upphafi. Það er í­ sjálfu sér merkilegt, þar sem búast mætti við því­ að fólk kysi frekar tilviljanakennt í­ neðstu sætin og því­ ættu sveiflurnar þar að geta verið meiri.

Ég sé að einhverjir fjölmiðlar og netspekúlantar reyna að túlka úrslitin sem ósigur ílfheiðar og Kolbrúnar. Því­ er ég ekki sammála. Ef tölurnar eru skoðaðar í­ samhengi við úrslitin fyrir tvveimur árum, kemur í­ ljós að þá voru Ögmundur og Katrí­n í­ sérflokki – með mikinn og ví­ðtækan stuðning. Að þessu sinni eru það Katrí­n, Svandí­s og Lilja sem brillera í­ kosningunni.

Fyrir tveimur árum voru þingmennirnir tveir og varaformaðurinn í­ raun ein í­ kjöri í­ toppsætin þrjú – því­ þótt ílfheiður hafi þá, lí­kt og nú, sagst stefna á 1-2 sæti, litu flestir á það sem framboð í­ 2.sætið. Ef þetta er haft í­ huga, get ég ekki séð að nein grundvallarbreyting hafi orðið á stuðningi við Kolbrúnu Halldórsdóttur frá því­ fyrir tveimur árum. Hún, írni Þór og ílfheiður reyndust öll hafa álí­ka mikið fylgi – en eitthvert þeirra hlaut að verða efst og eitthvert þeirra neðst.

Ég held að þetta séu öflugir listar. Fí­n blanda hvað varðar aldur, reynslu, pólití­ska refi eða nýgræðinga o.s.frv.