Það reynist sumum Sjálfstæðismönnum erfitt að fara úr ríkisstjórn í stjórnarandstöðu. Björn Bjarnason virðist hins vegar ætla að taka fullkomnu afneitunina á þetta, sbr. bloggfærslu gærdagsins:
„Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dró breytingartillögu sína við frumvarpið til baka til 3. umræðu og hefur hún farið fram undanfarnar klukkustundir, þar sem einkum við sjálfstæðismenn höfum rætt málið og velt fyrir okkur þeim kostum, sem fyrir hendi eru.
Fyrir um það bil klukkustund fóru stjórnarandstæðingar að ókyrrast vegna þessara umræðna og var það einkum Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem fór með nokkru óðagoti um þingsalinn. Þá kom írni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri grænna, á vettvang og flutti dæmalausa hávaðaræðu yfir okkur sjálfstæðismönnum og sakaði okkur um ómálefnaleg vinnubrögð og málþóf.
Stjórnarandstaðan fór þó yfir strikið í málflutningi sínum, þegar Grétar Mar Jónsson, þingmaður frjálslynda hóf umræður um fundarstjórn forseta. Lét Grétar eins og hann hefði fylgst með umræðum um málið en málflutningur hans bar þess glögg merki að svo hafði ekki verið. Væri gefið út sérprent með ræðum Grétars Mars myndu margir klóra sér í höfðinu og undrast.
Þetta upphlaup stjórnarandstöðunnar tafði umræður um séreignasparnaðinn og ráðstöfun hans í rúmar 30 mínútur.“
Gaman væri að fá nákvæma skilgreiningu Björns Bjarnasonar á því hverjir eru stjórnarandstæðingar og hverjir ekki…