Þrettán stig (b)

Luton tapaði um helgina heimaleik gegn Exeter, sem voru vond úrslit. Á kvöld unnum við hins vegar Notts County á útivelli, 0:2. Á fyrsta sinn í­ vetur var hægt að tefla fram okkar besta liði. Meiðslin hafa leikið okkur grátt.

Þetta setur Luton í­ þrettán stig, þegar ellefu leikir eru eftir. Við erum þrettán stigum á eftir Grimsby og fjórtán á eftir Chester – sem er úti á þekju. Töpuðu 1:5 á heimavelli í­ kvöld fyrir framan 1.200 áhorfendur, þrátt fyrir að hafa lækkað miðaverðið niður í­ tí­u pund í­ örvæntingarfullri tilraun til að ná inn aukatekjum.

Ég er farinn að trúa því­ að Chester sé svo lélegt að okkur muni takast að ná þeim – jafnvel án þess að til stigafrádráttar komi. En það er ekki nóg að ná einu liði, við þurfum að ná tveimur. Það gerist varla nema eitthvert liðið lendi í­ greiðslustöðvun, t.d. Port Vale sem er 22 stigum á undan okkur en er farið að segja upp almennum starfsmönnum í­ fjárhagslegum lí­fróðri sí­num.

Annars hljóta Luton-menn að kappkosta að ná næstneðsta sætinu. Auk þess að það sé skömminni skárra að lenda ekki á botninum, þá er alltaf það haldreipi að eitthvert deildarliðið rúlli í­ sumar og verði að gefa eftir sætið sitt. Þá er eins gott að vera fremstur í­ röðinni…