Talnaleikir

írni Páll írnason hefur greinilega ekki verið sáttur við fréttatí­ma Stöðvar 2 í­ kvöld, þar sem fyrsta frétt gekk út á að fiskur kynni að vera undir steini varðandi sigur hans í­ prófkjöri Samfylkingar í­ SV. Til að bæta úr þessu hefur einhver stuðningsmaður hans gaukað mola að Pressunni, sem slær því­ upp að írni Páll hafi unnið „yfirburðasigur“ og þegar tölurnar séu skoðaðar oní­ kjölinn komi í­ ljós að sigurinn hafi í­ raun verið miklu stærri en marka mátti af fyrstu fréttum.

Rökstuðningurinn fyrir þessu er sá að írni Páll hafi ekki aðeins unnið fyrsta sætið – heldur lí­ka öll hin sætin neðar á listanum, hafi haft flest atkvæði í­ 1.-2. sætið, 1.-3. sætið og svo koll af kolli.

Þetta er dálaglegt, hljóta lesendur að hugsa – og kinka kolli gáfulega.

Vandinn er hins vegar sá að þetta er ekkert óvænt. Þvert á móti má það heita reglan í­ prófkjörum að sá sem vinnur fyrsta sætið, vinnur lí­ka öll hin sætin. ín þess að hafa nennt að skoða það sérstaklega, grunar mig að ALLIR þeir sem hrepptu efstu sætin í­ ÖLLUM prófkjörum og forvölum flokkanna fyrir þessar kosningar hafi unnið öll sætin.

Undantekningar frá þessari almennu reglu eru helst þegar um er að ræða frambjóðendur sem sækja mjög stí­ft stuðning sinn í­ ákveðinn hóp, s.s. eitt sveitarfélag. Þannig hefur Gunnar Svavarsson Hafnfirðingur væntanlega ekki unnið öll sætin í­ prófkjöri Samfylkingar í­ SV-kjördæmi fyrir tveimur árum.

írni Páll er því­ dæmigerður sigurvegari í­ prófkjöri – en það getur ekki sjáfkrafa gert hann að „yfirburðasigurvegara“, ekki nema við kjósum að lí­ta svo á að öll prófkjör hafi unnist með yfirburðum.

Og í­ ljósi fyrirsagnarinnar er þeim mun skemmtilegra að rýna í­ sjálfar tölurnar í­ fréttinni. Þær leiða nefnilega í­ ljós að það er ekki hinn ví­ðtæki stuðingur írna Páls sem er fréttnæmur, heldur er það frekar hin trausta kosning Katrí­nar Júlí­usdóttur.

Það er nefnilega dálí­tið merkilegt að sjá að í­ sæti 1-3 er Katrí­n tæpum hundrað atkvæðum á eftir írna Páli (5%), í­ sætum 1-4 er munurinn um fjörutí­u atkvæði, 26 atkvæðum munar í­ sæti 1-5 og aðeins einu atkvæði í­ sæti 1-6.

Hinn eiginlegi fréttapunktur er því­ fylgi Katrí­nar Júlí­usdóttur annars vegar – en hins vegar að írni Páll var lí­klega sá prófkjörssigurvegari ársins sem var næst því­ að mistakast að vinna öll sætin. Góðu helví­tis yfirburðirnir – hefðu menn sagt um þetta þegar ég var í­ menntó…