Sagnfræðingafélagið verður með hádegisfyrirlestur í Þjóðarbókhlöðunni á morgun, þriðjudag. Þar mun Ragnar Aðalsteinsson fjalla um mikilvægi andófs fyrir réttarþróun.
Þetta er hið besta mál.
Verra er að í lýsingu á efni erindisins kemur fram að tekið verði dæmi af Norðurreiðinni 1849 sem dæmi um borgaralega óhlýðni í framkvæmd.
Hneit þar!
Nýjustu og ferskustu sagnfræðirannsóknir á Norðurreiðinni birtust í bókinni um Grím amtmann, sem út kom fyrir síðustu jól. Þar fékk gamla söguskoðunin um að hér væri á ferðinni íslenskur angi evrópska byltingarandans frá 1848 rækilega á baukinn. Þeir Norðurreiðarmenn eru þar afhjúpaðir sem hálfgerðir labbakútar en litlar frelsishetjur.
Vonandi tekur Ragnar mið af nýjustu sagnfræðirannsóknum í erindi sínu, en miðað við útdráttinn er nú tæpast von á því.
Spurning hvort Kristmundur Bjarnason sendi fulltrúa sinn á svæðið?