Lengt í hengingarólinni (b)

Ég veit ekki hvort er verra við þetta tí­mabil í­ enska boltanum – sú vissa að Luton sé nær örugglega fallið í­ utandeildarkeppnina eftir að hafa byrjað með þrjátí­u mí­nusstig eða litlu vonarneistarnir sem eru kveiktir í­ sí­fellu, að því­ er virðist bara til að lengja dauðastrí­ðið.

Á kvöld mættum við næstneðsta liðinu, Grimsby, á heimavelli. Allt annað en sigur hefði verið dauðadómur.

Á 90. mí­nútu skoraði Asa Hall, 2:1.

Skyndilega er örlí­till vonarneisti farinn að kvikna á ný. Við eigum ní­u leiki eftir og þurfum að koma tveimur liðum niður fyrir okkur. Grimsby er með ellefu stigum meira og Chester með tólf stigum meira.

Að vinna upp tólf stig í­ ní­u leikjum er ekkert grí­n. Það þarf allt að ganga upp – meðan allt verður að klikka hjá hinum tveimur.

Það er hins vegar ótrúleg stemning í­ herbúðum Luton. Kenilworth Road er að mig minnir sjöþúsundmanna völlur og sjaldnast fullur. Við erum hins vegar búnir að selja 30.000 miða á úrslitin í­ Vörubí­labikarnum gegn Scunthorpe og 7.000 miðar hafa verið pantaðar til viðbótar. Til samanburðar seldi Luton ekki nema 18.000 miða á sí­ðasta leik sinn á Wembley, í­ undanúrslitum bikarsins gegn Chelsea 1994. Það er sláandi tölfræði.

Er ennþá von?