Ég veit ekki hvort er verra við þetta tímabil í enska boltanum – sú vissa að Luton sé nær örugglega fallið í utandeildarkeppnina eftir að hafa byrjað með þrjátíu mínusstig eða litlu vonarneistarnir sem eru kveiktir í sífellu, að því er virðist bara til að lengja dauðastríðið.
Á kvöld mættum við næstneðsta liðinu, Grimsby, á heimavelli. Allt annað en sigur hefði verið dauðadómur.
Á 90. mínútu skoraði Asa Hall, 2:1.
Skyndilega er örlítill vonarneisti farinn að kvikna á ný. Við eigum níu leiki eftir og þurfum að koma tveimur liðum niður fyrir okkur. Grimsby er með ellefu stigum meira og Chester með tólf stigum meira.
Að vinna upp tólf stig í níu leikjum er ekkert grín. Það þarf allt að ganga upp – meðan allt verður að klikka hjá hinum tveimur.
Það er hins vegar ótrúleg stemning í herbúðum Luton. Kenilworth Road er að mig minnir sjöþúsundmanna völlur og sjaldnast fullur. Við erum hins vegar búnir að selja 30.000 miða á úrslitin í Vörubílabikarnum gegn Scunthorpe og 7.000 miðar hafa verið pantaðar til viðbótar. Til samanburðar seldi Luton ekki nema 18.000 miða á síðasta leik sinn á Wembley, í undanúrslitum bikarsins gegn Chelsea 1994. Það er sláandi tölfræði.
Er ennþá von?