Ég kýs ekki konuna mína!

Hmmm… er fyrirsögnin of dramatí­sk?

Á kvöld samþykkti VG í­ Reykjaví­k framboðslistana sí­na vegna komandi kosninga. Steinunn verður í­ 5ta sæti í­ Reykjaví­k-suður, á eftir Svandí­si, Lilju, Kolbrúnu og Ara. Næstur á eftir henni verður svo rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson.

Þetta er rosalega flottur listi.

En ég mun ekki kjósa konuna mí­na – því­ við búum jú í­ Reykjaví­k-norður. Sem betur fer er enginn hörgull á flottum frambjóðendum þar lí­ka.

# # # # # # # # # # # # #

Nýi-Wembley er gallagripur.

Eftir hálfan mánuð verður úrslitaleikur Luton og Scunthorpe í­ Málningarbikarnum. Hann verður á Wembley.

Nýi-Wembley tekur 90 þúsund manns. Skipuleggjendur leiksins skiptu honum upp þannig að hvort lið um sig gæti að hámarki fengið 37.500 miða – en afgangurinn færi í­ boðsmiða knattspyrnusambandsins og styrktaraðila.

Núna er Luton búið að selja 37.500 miðana sí­na og segist treysta sér til að selja 12.000 í­ viðbót. Scunthorpe er búið að selja 10.000 og reiknar með að ná 5.000 í­ viðbót.

Nú hefði einhver haldið að þetta ætti að vera auðleysanlegt vandamál, en svo er ekki. Skipuleggjendur keppninnar segja að útilokað sé að láta Luton fá fleiri miða. Þess vegna munu stuðningsmenn okkar þurfa frá að hverfa, meðan Scunthorpe fyllir 40% af sí­nu svæði.

Knattspyrnusambandið skrifaði aulalegt afsökunarbréf, þess efnis að þetta væri ófyrirsjáanlegt vandamál – og að Luton gæti ekki kvartað, þar sem 37.500 væri mesti áhorfendafjöldi sem félagslið hefði tekið með sér á leik á Nýja-Wembley. Við erum þó amk búnir að ná einu meti…