Ekki góður dagur í enska boltanum.
Luton vann reyndar Macclesfield Town á heimavelli – og þar með sinn fyrsta sigur á Macclesfield í sögunni. En leikurinn þótti lélegur og frekar ódýr vítaspyrna réði úrslitum.
Á sama tíma vann Grimsby hins vegar góðan 3:0 sigur og heldur ellefu stiga forskoti á okkur. Grimsby er að hala inn stig og það eru vondar fréttir fyrir okkur.
Chester er komið í hitt fallsætið, með stigi minna en Grimsby eftir jafntefli. Þeir eru langlélegasta liðið í deildinni og mega ekki fá til sín nýja leikmenn vegna vangoldinna launa. Svo virðist hins vegar sem Chester hafi fundið nýjan eiganda og lendi því ekki í greiðslustöðvun. Til lengri tíma litið er hins vegar óljóst um framtíð félagsins. Kaupandinn er víst í lóðabransanum og gæti verið að ásælast leikvanginn eða æfingasvæðið. íhorfendafjöldinn hjá Chester stendur ekki undir liði í deildarkeppninni til langframa, en líklega þrauka þeir eitthvað lengur.
Aldrei þessu vant eigum við ekki þriðjudagsleik í næstu viku. Þá er bara að bíða eftir útileiknum gegn Morecambe eftir viku…