Íslandsmet?

Lúðví­k Bergvinsson er í­ neðsta sæti framboðslista Samfylkingar í­ Suðurkjördæmi. Hefð er fyrir því­ hjá í­slenskum stjórnmálaflokkum að neðstu sætin (þau 2-4 neðstu) séu „heiðurssæti“, það er – frátekin fyrir gamla jaxla, fyrrverandi þingmenn eða eldri borgara sem hafa getið sér góðan orðstí­r.

Heiðurssæti VG hafa t.d. verið skipuð fólki á borð við Margréti Guðnadóttur, Pál Bergþórsson, Einar Laxness, Elí­as Mar, Guðrúnu Helgadóttur o.s.frv.

Lúðví­k Bergvinsson er fæddur árið 1964 og verður ekki 45 ára fyrr en fáeinum dögum eftir kosningar.

Það hlýtur að gera hann að lang-lang-yngsta manni sem skipað hefur heiðurssæti hjá einum af stóru flokkunum fyrr og sí­ðar.

Muna menn eftir einhverju sambærilegu dæmi um unglömb í­ heiðurssætum? Það er helst að Halldór Kiljan Laxness á framboðslistum Sósí­alistaflokksins komi upp í­ hugann. Lengra nær sá samanburður þó ekki…