Lúðvík Bergvinsson er í neðsta sæti framboðslista Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Hefð er fyrir því hjá íslenskum stjórnmálaflokkum að neðstu sætin (þau 2-4 neðstu) séu „heiðurssæti“, það er – frátekin fyrir gamla jaxla, fyrrverandi þingmenn eða eldri borgara sem hafa getið sér góðan orðstír.
Heiðurssæti VG hafa t.d. verið skipuð fólki á borð við Margréti Guðnadóttur, Pál Bergþórsson, Einar Laxness, Elías Mar, Guðrúnu Helgadóttur o.s.frv.
Lúðvík Bergvinsson er fæddur árið 1964 og verður ekki 45 ára fyrr en fáeinum dögum eftir kosningar.
Það hlýtur að gera hann að lang-lang-yngsta manni sem skipað hefur heiðurssæti hjá einum af stóru flokkunum fyrr og síðar.
Muna menn eftir einhverju sambærilegu dæmi um unglömb í heiðurssætum? Það er helst að Halldór Kiljan Laxness á framboðslistum Sósíalistaflokksins komi upp í hugann. Lengra nær sá samanburður þó ekki…