SPRON er búið að rúlla.
Er ekki rétt munað hjá mér að það hafi verið SPRON sem var með auglýsinguna með krökkum á reiðhjólum sem voru að reyna að hjóla upp brekku, en urðu frá að hverfa. Þar til einn krakkinn dró upp spil úr spilastokki, merkt Sparisjóðnum, og smeygði því inn í gjörðina. Og sjá, hjólið brunaði upp á topp í fyrstu atrennu!
Þetta fannst mér alltaf vond aflfræði. Hvernig á það að geta auðveldað hjólreiðamanni að fara upp brekku, að láta spil danglast í gjörðinni – þótt það sé merkt peningastofnun? Ef eitthvað er hefði spilið átt að hægja á hjólagarpinum…
Eða var ég kannski eini maðurinn sem lét þetta fara í taugarnar á sér?