Sinnaskipti Gylfa

Á framhaldi af færslunni hér að neðan um starfslok Vigdí­sar Hauksdóttur hjá ASÁ er vert að rifja upp afstöðu Gylfa Arnbjörnssonar til slí­kra mála fyrr og nú.

Á þessari Mbl-frétt má lesa um nýjustu sjónarmið Gylfa í­ málinu. Þar má lesa þetta: „Gylfi sagðist sjálfur hafa gengið þingmann í­ maganum á sí­num tí­ma og tekið þátt í­ prófkjöri Samfylkingarinnar í­ Reykjaví­k veturinn 2006. Gylfi var þá framkvæmdastjóri ASí. Sagðist Gylfi hafa rætt þetta við þáverandi forseta ASÁ og hann hefði hætt samdægurs hjá ASÁ hefði hann náð öruggu sæti í­ prófkjörinu.“

Rifjum þetta mál nú aðeins upp…

Gylfi tók ekki þátt í­ prófkjörinu í­ þeim skilningi að nafn hans var ekki á kjörseðlinum. Hann lýsti yfir framboði sí­nu og stefndi á 2.sætið, en dró sig til baka viku sí­ðar. (Anað hvort man formaðurinn þetta ekki alveg rétt eða blaðamaðurinn hefur rangt eftir.) Þá sendi Gylfi frá sér yfirlýsingu, sem lesa má um hérna:

„Á tilkynningu sem Gylfi sendi frá sér sí­ðdegis segist hann hafa ákveðið að bjóða sig fram þar sem hann teldi að djúpstæð þekking á aðstæðum launafólks og atvinnulí­fsins, ásamt margra ára þátttöku í­ mótun kjarasamninga og þróun efnahagsmála, ætti bæði erindi inn í­ Samfylkinguna og á Alþingi. Sú skoðun hans hefði ekki breyst og segir Gylfi að hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi.

Gylfi segir ennfremur að það sé ljóst að bekkur frambjóðenda í­ efstu sæti á lista Samfylkingarinnar í­ Reykjaví­k sé þröngt setinn mjög frambærilegu fólki, því­ verði baráttan mikil og lí­klegt að þeir sem mæti nýir til leiks þurfi að hafa mikið fyrir því­ að ná þeim árangri sem þeir stefni að.

Telur því­ Gylfi, eftir vandlega í­hugun, að barátta við þessar aðstæður samræmist illa störfum hans og hlutverki sem framkvæmdastjóra og talsmanns ASí, ekki sí­st á þeim vikum og mánuðum sem nú fari í­ hönd.“

Athyglisvert er að samkvæmt þessu virðist Gylfi Arnbjörnsson hafa verið þeirrar skoðunarí­ lok árs 2006 að starfsreynsla á skrifstofu Alþýðusambandsins sé prýðilegur bakgrunnur fyrir frambjóðanda og að slí­kt framboð yrði bara hið besta mál fyrir hreyfinguna. Hann dregur sig því­ ekki til baka á þeirri forsendu að slæmt sé að starfsfólk ASÁ sé í­ pólití­sku brölti – heldur vegna þess að hann óttast að prófkjörsslagurinn kunni að taka tí­ma og orku.

Ég á nú bágt með að sjá að ASí-formaðurinn sé samkvæmur sjálfum sér í­ þessu máli.