Stjórnmálagetraun

Það er alltaf eitthvað um að menn færi sig á milli flokka á Íslandi. Fátí­tt er þó að menn stökkvi pólanna á milli í­ pólití­kinni, það er frá Sjálfstæðisflokknum yfir á Kommúnistaflokkinn/Sósí­alistaflokkinn/Alþýðubandalag/Vinstri græn eða í­ hina áttina. Þó er það ekki alveg óþekkt.

Nú er spurt: hvaða stjórnmálamaður náði að sitja í­ sveitarstjórn fyrir annan pólinn á hægri/vinstri ásnum og á þingi fyrir hinn pólinn – og það á sama áratugnum?

Og giskiði nú!