Tilbrigði við gamlan leik

A: Hvað gerðirðu við 30 milljónirnar sem frúin í­ Hamborg gaf þér í­ gær?

B: Ég borgaði skuldir.

A: Ha, varstu svona blankur?

B: J…, öhh, ég meina – skuldirnar voru talsverðar…

A: Já, það er ekki gott. Vextirnir svona háir og allt það.

B: Einmitt.

A: En þessar skuldir, hvernig komu þær til?

B: Öh, bara svona – þú veist. Það þurfti til dæmis að mála flokkskontórinn.

A: Aha – og hvaða lit valdirðu á hann?

B: Ha-hann er ljós á litinn.

A: Æ, greyið. Varstu sem sagt nýbúinn að mála kofann þegar helví­tis anarkistarnir komu og slettu rauðri málningu yfir´ann?

B: Urr, ömurlegt helví­ti.

A: Já, þú segir það… og hvernig er samviskan núna?

B: Hún er svört… Rats!