Fríhafnir

Frí­hafnir eru skrí­tið fyrirbæri. Með þeim ákveður samfélagið að rétt sé að verðlauna fólk sem flýgur eða siglir á milli landa með því­ að leyfa því­ að kaupa sí­garettur og brenniví­n á lægra verði en aðrir. Fyrir þessu eru engin sérstök rök önnur en hefðin og hagsmunir rí­kissjóðs.

Á flestum löndum eru frí­hafnir bara fyrir brottfararliðið. Þær eru því­ lokatilraunin til að herja einhverja aura út úr túristunum áður en þeir yfirgefa landið. Á Keflaví­kurflugvelli er aðalfrí­höfnin fyrir komufarþega. Sú ráðstöfun hefur væntanlega átt að spara gjaldeyri og afla rí­kinu tekna með því­ að fá Íslendinga á heimleið til að kaupa Vodkapelann og Marlboro-kartonið hér heima en ekki á Kastrup.

Eitthvað skilst manni að Evrópusambandið sé að amast við frí­höfnum og vilji losna við þær – en svo mörg störf séu í­ húfi að sambandið hafi ekki lagt í­ að taka slaginn til fulls. Ætli Toblerone-verksmiðjurnar geti þrifist án frí­hafna? Kaupir nokkur maður Toblerone annars staðar en á flugvöllum?

En á sama hátt og það eru engin sérstök rök fyrir því­ að vera með frí­hafnir á alþjóðaflugvöllum, þá er svo sem ekkert heldur sem mælir gegn því­ að auka umsvif þeirra. Úr því­ að við ákveðum að sá sem kaupi sér flugmiða til Lundúna megi kaupa ódýrt sprútt – hvers vegna þá ekki að láta það sama gilda um flugið til ísafjarðar?

Er eitthvað minni lógí­k í­ því­ að setja upp frí­hafnir í­ öllum innanlandsflugstöðvum og leyfa þeim sem kaupa sér miða í­ skipulögðu áætlunarflugi að taka með sér tollinn? Rí­kið myndi fá góðar tekjur af sölunni, um yrði að ræða hálfgerðan byggðastyrk til í­búa landsbyggðarinnar og innanlandsflugið (sem er í­ miklum vandræðum) myndi örugglega styrkjast til mikilla muna. Ætli það yrði ekki bara farið að fljúga aftur reglulega á Húsaví­k, Norðfjörð, Sauðárkrók og jafnvel í­ Hólminn?

Er þetta ekki rakin fjáröflun fyrir samgönguráðherra og fjármálaráðherra við gerð næstu fjárlaga? Segið svo að við bloggarar leggjum aldrei neitt uppbyggilegt til í­ atvinnumálum…