Verkamannaflokkur Íslands endurborinn?

Furðuleg staða er komin upp varðandi komandi kosningar, sem hlýtur að teljast meiriháttar klúður.

Tvær kjörstjórnir af sex hafa neitað að viðurkenna framboðslista Lýðræðisfylkingar ístþórs Magnússonar – að því­ er virðist fyrir sömu formgalla og aðrar kjörstjórnir kusu að lí­ta framhjá. Fari svo að landskjörstjórn staðfesti þessa niðurstöðu (sem ég efast nú frekar um), þá mun flokkur ístþórs bjóða fram úti á landi en foringinn sjálfur ekki.

Þetta á sér reyndar fordæmi. írið 1991 var hópur manna í­ Reykjaví­k sem stofnaði Verkamannaflokk Íslands. Hann var að mig minnir einkum skipaður mönnum sem reynt höfðu að bjóða sig fram til stjórnar og formennsku í­ Dagsbrún. Leiðtogi hópsins og aðalsprauta var Jóhannes nokkur, sem kenndur var við atvinnutæki sitt. Það var fóðurbí­ll.

Jóhannes og félagar í­ Reykjaví­k klúðruðu meðmælendalistunum og skiluðu að auki of seint inn tilkynningu. Framboðið í­ höfuðstaðnum varð því­ ógilt – en samherjarnir í­ Reykjaneskjördæmi náðu fullgildum lista og rötuðu á kjörseðilinn. Hins vegar var Verkamannaflokkurinn í­ Reykjaneskjördæmi óskaplega umkomulaus, enda áttu Jóhannes og Reykví­kingarnir að vera aðalnúmerið. Minnir að listinn hafi ekki fengið mikið meira en sem nam frambjóðendunum.