Merkilegur slúðurmoli á fréttavefnum handbolti.is – samkvæmt honum munu tveir ágætir Framarar, Knútur Hauksson og Guðmundur B. Ólafsson, taka stjórn HSÁ sem formaður og varaformaður. Þetta eru góðar fréttir fyrir sambandið ef réttar eru, enda um afbragðsmenn að ræða.
Það hlýtur samt af vera óvenjulegt að sama félag leggi til formanninn og varaformanninn í stóru sérsambandi.
# # # # # # # # # # # # #
Og meira um handbolta…
– ég hef aldrei verið hrifinn af því keppnisfyrirkomulagi að velja Íslandsmeistara með útsláttarfyrirkomulagi í úrslitakeppni. Jújú, það getur skapað mikla dramatík, en Íslandsmeistaratitillinn á að fara til þess liðs sem safnar flestum stigum í móti þar sem allir keppa við alla.
Vilji menn upplifa spennu úrslitakeppninnar geta þeir bara einbeitt sér að bikarkeppninni!
Að þessu sögðu, virðist keppnistímabilið hjá okkur Frömurum óvænt ætla að lengjast vegna úrslitakeppninnar. Bæði karla- og kvennaliðið hafa nú unnið sterk Haukalið á útivelli. Verður maður þá ekki að láta sig núna í Framhúsinu?