Óvenjuleg hreinskilni stjórnmálaflokks

Krafa samtí­mans er hreinskilni í­ stjórnmálum. Fólk er orðið leitt á heyra stjórnmálamenn lofa meiru en þeir geta staðið við.

Ég held samt að Samfylkingin sé nú búin að setja ný viðmið þegar kemur að hreinskilni…

Á stefnulýsingu flokksins – sem ber reyndar yfirskriftina Manifesto (neinei – það er ekkert hallærislegt…) segir í­ kaflanum um utanrí­kismál:

Samfylkingin leggur áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í­ því­ fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tí­ma er lí­klegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í­ nágrenni okkar og í­ heiminum öllum. Forsenda öryggis og friðar er lýðræði, jafn réttur allra þjóða og þjóðarbrota, vinsamleg samskipti og gagnkvæm virðing, frjáls viðskipti og frjáls för fólks. Samfylkingin vill þátttöku Íslendinga í­ samstarfi þjóða sem stuðlað getur að framþróun þessara stefnumála, hvort heldur er í­ okkar heimshluta eða á alþjóðlegum vettvangi. Samfylkingin bendir á að ýmis brýn hagsmunamál Íslendinga, til dæmis í­ umhverfismálum, verða ekki leyst nema í­ nánu alþjóðasamstarfi.Bæta við innihaldi…

…já…

Ég er reyndar alveg sammála því­ að utanrí­kisstefna Samfylkingarinnar mætti svo sannarlega við innihaldi…

Þetta er aðdáunarverð hreinskilni!

(Núna er klukkan 14:30… hvað eigum við að gefa þeim langan tí­ma til að kippa þessu í­ liðinn? 20 mí­nútur?)

(Uppfært klukkan 15:45 – jæja, þá er setningin farin út!)