Skrásett vörumerki?

Var að lesa dagblað frá 1966, þar sem finna mátti klausu þess efnis að borgarráð hefði heimilað Barnamúsíkskólanum að breyta nafni sínu í Barnamúsíkskóli Reykjavíkur.

Hugmyndin virðist hafa verið sú að það væri sveitarstjórna að heimila einkafyrirtækjum að kenna sig við viðkomandi sveitarfélag.

Ætli þetta hafi byggst á lögum eða bara hefð? Ef þetta voru reglur, ætli þær hafi þá verið numdar úr gildi eða menn einfaldlega htt að hirða um að biðja um leyfi? Hvaða reglur um notkun vörumerkisins „Reykjavíkur“ í dag? Nú eru t.d. ekki mörg ár síðan til greina kom að „Háskólinn í Reykjavík“ plantaði sér niður í Garðabæ. Hefði það t.d. verið heimilt?