Málmar

Gekk niður Laugaveginn og rakst á kúnstuga auglýsingu. A4-blað með texta sem var eitthvað á þessa leið: Kaupum gull, silfur og platínum. Þessu fylgdi gemsanúmer og einhverjar upplýsingar um hvenær dags best væri að hringja.

Ef ég væri tortrygginn maður að eðlisfari, myndi ég eflaust hrapa að ályktunum og hugsa að þarna séu menn með ansi beinskeyttum hætti að auglýsa eftir þýfi. En sem betur fer er ég meira glasið-er-hálffullt-týpan og gleðst yfir því að ungir athafnamenn reyni fyrir sér í málmbransanum á þessum síðustu og verstu…