Ókey, stemningin í þjóðfélaginu (a.m.k. í hinum bloggandi hluta þess) er greinilega á þá leið að ef Eva Joly segir í sjónvarpi að nauðsynlegt sé fyrir rannsókn bankahrunsins að snúa styttunni af Ingólfi Arnarsyni á hvolf og mála hana bláa – þá mæta samstundis nokkurhundruð manns með járnkarla og málningarpensla.
Gott of vel.
En svo ég spyrji alveg eins og kjáni: hvaða rök eru fyrir því að það sé ekki nóg að ríkissaksóknari segi sig frá öllum málum tengdum bankahruninu? Hvers vegna er það nauðsynlegt fyrir rannsókn málsins að hann sé settur á eftirlaun?
Nú kunna vel að vera góðar ástæður fyrir þessu – en meira að segja heimsfrægir rannsóknardómarar hljóta að þurfa að rökstyðja mál sitt. Eða hvað?