Áhugamenn um utandeildarboltann á Englandi (og raunar skoska boltann líka) hafa beðið síðustu daga með öndina í hálsinum eftir fregnum af afdrifum Setanta-sjónvarpsstöðvarinnar. Hún hefur rambað á barmi gjaldþrots, sem haft gæti herfilegar afleiðingar fyrir fjölda knattspyrnuliða. – Persónulega er mér þó mest í mun að stöðin lifi, til að ég geti horft á beinar útsendingar með Luton næsta vetur.
Þegar fokið virtist í flest skjól, kom skrilljónamæringurinn Len Blavatnik til bjargar. Óstaðfestar fregnir herma að hann hafi boðist til að bjarga stöðinni gegn því að fá 51% hlutafjár.
Gangi þetta í gegn gæti dregið úr gjaldþrotahrinunni sem virðist byrjuð í utandeildinni. Nokkur utanlið munu að öllum líkindum deyja á árinu – og ég yrði ekki hissa þó amk eitt lið í deildarkeppninni lognist út af á þessari leiktíð eða næsta sumar. Bournemouth eða Accrington eru feigðarleg svo dæmi séu nefnd.