Haukur nefnist bráðskemmtilegt rit sem gefið var út á Ísafirði 1897-98 og innihélt meðal annars alþýðlegar greinar um eitt og annað vísindatengt efni.
Í mars 1898 birtist þessi grein um forlög Jarðar.* Þetta er afbragðsheimild um hugmyndir manna um sólkerfið og eðli þess. T.d. þá hugmynd að Mars hljóti að vera því eldri pláneta en Jörðin sem hann er fjær Sólu og Venus að sama skapi yngri. Þannig sé Mars búinn að ganga í gegnum þau ferli sem Jörðin eigi eftir – s.s. að lofthjúpurinn klárist hægt og bítandi og vatnið gufi upp.
* Ath. til að lesa tímaritavefinn þarf að hlaða niður forritsbút. Hann virkar að ég held ekki í Firefox, en er ágætur í Safari og Explorer.