Norður-Kórea (b)

Kóreuríkin munu bæði keppa á HM í Suður-Afríku miðað við úrslit dagsins. (Reyndar kæmi mér ekki á óvart að Sádi-Arabar séu þegar byrjaðir að múta öllum mögulegum embættismönnum í FIFA og Knattspyrnusambandi Asíu til að fá þá rekna úr keppni og taka sæti þeirra sjálfir.)

Þetta kallar nú eiginlega á að Norður-Kórea og Bandaríkin dragist saman í riðil. Það yrði leikur í lagi!

Úsbekarnir töpuðu hins vegar fyrir Bahrain, sem mætir Sádum í einvígi um að fá að keppa ið Nýja Sjáland um laust sæti. Bahrain er líklega það lið sem á mesta möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Í öllum öðrum heimsálfum virðast sætin frátekin fyrir fastagestina.