Ég varði drjúgum hluta dagsins í að lóðsa japanska ferðamenn um orkuslóðir Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendisins. Hef núna loksins gerst svo frægur að skoða bananaræktunina í Hveragerði.
Spjallaði talsvert við einn japanska fararstjórann – strák um þrítugt. Ég spurði hann meðal annars út í hvalkjötsneyslu.
Hann fór strax í vörn – enda vanur því að útlendingar skammist yfir hvalveiðum Japana. Var fljótur að afsaka sig í bak og fyrir og taka fram að japanskur almenningur myndi ekkert kippa sér upp við að missa hvalinn úr kjötborðum stórmarkaðanna.
Sjálfur sagðist hann ekki éta mikinn hval, þótt honum þætti það ágætt. Sem krakki hefði hann hins vegar vanist því að éta hvalkjöt 3-4 sinnum í mánuði. Miðað við þetta, er umræðan um hvalaafurðir séu óseljanlegar í Japan dálítið sérstök.
Hins vegar var fróðlegt að heyra það sjónarmið að Japanir litu svo á að þeir væru lagðir í einelti vegna hvalveiðanna, líkt og allir aðrir mættu veiða hvali nema þeir. Hvalkjötsátið í Japan er víst sömuleiðis að miklu leyti réttlætt með því að það sé þjóðlegt, atvinnuskapandi og skipti tilteknar sjávarbyggðir miklu. Viðmælandinn átti því bágt með að sjá hvers vegna Japanir ætti að vilja flytja inn kjöt frá öðrum löndum.
– Á maður að skella sér upp í Hvalfjörð á morgun og horfa á skurðinn?