Jæja, þá er búið að ákveða að leggja niður Varnarmálastofnun – eins og við í Samtökum hernaðarandstæðinga lögðum raunar til strax í upphafi.
Enn og aftur sannast hvílík mistök það voru að ráða mig ekki forstöðumann síðasta sumar. Ég hefði nefnilega afsalað mér öllum biðlaunarétti – auk þess sem hugmyndir mínar gengu út á að breyta embættinu í hlutastarf sem aftur hefði minnkað útgjöld ríkisins enn frekar.
Enn bíð ég þó eftir tilkynningunni um að „loftrýmiseftirlit“ verði aflagt með öllu. Held að það sé ekki hægt að hugsa sér meiri flottræfilshátt hjá samfélagi í peningakröggum en að sóa fé í að niðurgreiða æfingaflug erlendra herþota.