Gönguferðin

Það er varla að maður þori að plögga fræðslugöngu morgundagsins hérna – í fyrra komu alltof margir. Læt mig samt hafa það.

Annað kvöld (þriðjudag) verður sem sagt söguganga á vegum Orkuveitunnar í Elliðarárdalnum, fyrsta gangan mín af þremur í sumar.

Við leggjum af stað frá Minjasafninu klukkan 19:30. Þetta kvöld verður gengið um söguslóðir í neðsta hluta dalsins. Eftir viku verður gengið ofan Árbæjarstíflu. Seinna í sumar verður svo ganga um Laugardalssvæðið.

Þessi fyrsta ganga er í raun sú sama og ég stóð fyrir síðasta sumar. Gangan eftir viku verður hins vegar ný.

Djús að göngu lokinni – og jafnvel kexbiti ef vel liggur á mér…