Rölti á Ölver fyrir Evrópuleikinn gegn TNS. Þar komu Framarar saman til upphitunar, skrafs og ráðagerða. Rétt áður en ég skaust út íhugaði ég að fara í Framtreyju. Hætti við og ákvað að grípa bara efsta bolinn í hrúgunni. Hann var þverröndóttur – grænn og hvítur.
Um leið og ég labbaði inn á Ölver mundi ég að TNS spilar í Celtic-búningnum.
Ég og tveir Walesverjar vorum einu mennirnir í stúkunni í TNS-bolum…
Fínt að vinna, en 2:1 er lítið veganesti og alltof lítill munur miðað við hvernig leikurinn spilaðist.