Fornbílaklúbbur Íslands er að byggja félagsheimili og sýningarhúsnæði, sambyggt okkur í Minjasafni OR. Byggingarsagan hefur reynst mikil þrautaganga.
Núna sýnist mér hins vegar að búið sé að spýta í lófana og að lokið verði við að glerja húsið í vikunni. Þá ætti að vera hægt að loka skelinni, sem er auðvitað brýnt öryggisatriði.
Bjartsýnismenn í bílaklúbbnum vonast til að félagsheimilishlutinn geti verið tilbúinn á árinu og þeir flutt inn. Sýningarsalurinn mun dragast eitthvað, en þeir láta nú eins og að hann sé auðveldur í frágangi. Það er vonandi að þessi plön standist.