Í þriðju seríu af Futurama er þáttur þar sem fyrir kemur verðbréfaguttinn „That-Guy“. Hann greindist með hræðilegan sjúkdóm, Bone-itis, á ofanverðri tuttugustu öld og lét þá frysta sig í þeirri von að búið yrði að finna lækninguna þegar hann yrði þiðinn upp á ný.
Þegar That-Guy vaknaði aftur til lífsins var hann fljótur að taka til við fyrri háttu, að vera ófyrirleitinn bissnesmaður. Hann náði undir sig flutningafyrirtæki aðalsöguhetjanna og var einu skrefi frá því að sameina það hinum illu keppinautum… þegar beinin á honum undu skyndilega upp á sig og hann dó með harmkvælum…
…í öllum hamagangnum við að græða og pretta, hafði hann gleymt því að láta lækna Bone-itisinn.
…
…ætli Björgúlfsfeðgum hafi ekki liðið eins þegar það rifjaðist upp fyrir þeim að þeir gleymdu að borga aftur helvítis lánið frá Búnaðarbankanum?