Um næstu helgi ætlaði famelían á lítið ættarmót í Berufirði. Það hefur nú verið blásið af á síðustu stundu og fyrir liggur að finna sér eitthvað annað að gera á austurlandi.
Mest spennandi kosturinn er tvímælalaust Smiðjudagar á Seyðisfirði, sem Tækniminjasafnið á staðnum stendur fyrir. Tækniminjasafnið á Seyðisfirði er mögulega skemmtilegasta safn á landinu og gamla smiðjan er frábær.
Hver veit nema mér takist að kjafta mig inní Fjarðarselsvirkjun í leiðinni?