Frummatsskýrslan um göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar er komin á netið. Hún er stórfróðleg lesning og virðingarvert hjá Vegagerðinni að vinna á fullu að hönnunarvinnu þessarar brýnustu jarðgangaframkvæmdar á Íslandi. Göng undir Hrafnseyrarheiði eru brýnni en þau mikilvægu verkefni sem bíða á Austurlandi og mun meira aðkallandi en Vaðlaheiðargöng.
Með því að losna við Hrafnseyrarheiðina er risastórt skref stigið í þá átt að sameina Vestfirði. Dynjandisheiði verður reyndar áfram farartálni, en dögunum sem hægt verður að fara milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar mun stórfjölga. Endurbætur á Dynjandisheiði myndu svo í framhaldinu koma á heilsársvegasambandi, sem skipta myndi sköpum fyrir bæði Ísafjörð og litlu staðina á vesturhluta kjálkans.
Nú er stutt í að slegið verið í gegn í göngunum til Bolungarvíkur og hætt er við að margir telji að með þeirri framkvæmd hafi Vestfirðingar fengið nóg í bili. Þannig verða vinir mínir á Norðfirði varla kátir ef þeirra göng ýtast aftar í röðina. Samt hallast ég að því að forgangsröðin ætti að vera: Hrafnseyrarheiðargöng í fyrsta sæti, Norðfjarðargöng i öðru sæti – og þá fyrst gæti komið til tals að fara að bora undir Vaðlaheiði…
# # # # # # # # # # # # #
Í framhaldi af fyrri bloggfærslu um barnabílstóla…
Mig vantar barnabílstól til láns eða kaups fyrir rétt rúmlega tíu kílóa barn. Sendið mér línu á stefan.palsson hjá or.is